- Ferðir
- Skálar
- Gönguleiðir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Útivistarskólinn er fyrir þá sem langar að prófa útivist og fjallgöngur en hafa litla sem enga reynslu af útivist. Byrjað verður á að hittast í húsnæði FÍ í Mörkinni og fara yfir þann búnað sem þarf að eiga til að líða vel í fjallgöngum. Rætt verður um þá tækni í útivist sem gott er að kunna skil á, svo sem notkun á snjallforritum sem gaman er að hafa til að skoða tölfræði ferðanna og þ.h. Farið verður yfir næringu í fjallaferðum, leiðaval, öryggi og margt fleira. Þetta eru tvö námskeið sem hefjast 10. febrúar og 24. mars. Hvert námskeið stendur í sex vikur og samanstendur af einum fræðslufundi og fimm fjallgöngum á miðvikudagskvöldum. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að fara í styttri göngur í nágrenni Reykjavíkur við góðar aðstæður eða taka þátt í fjallaverkefnum FÍ.
Umsjón: Hjalti Björnsson .
Kynningarfundur: Fimmtudagur 7. janúar kl. 18:30.
Verð: 31.900 árgjald FÍ 2021 innifalið.