Ferð: Fjallagarpar á Skálafell

Suðvesturland
Fjallagarpar á Skálafell
Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar 3 af 6
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Þriðja fjallgangan af sex er á Skálafell á Hellisheiði (athugið ekki Skálafell þar sem skíðasvæðið er).

Skálafell á Hellisheiði er skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Við göngum upp rjúkandi hverahlíð og áfram yfir hraunmosa og upp á Skálafell þar sem stórbrotið útsýni yfir Suðurlandið bíður okkar.

Þeir garpar sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningarskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna. Það má líka ganga bara á eitt fjall!

Góðir gönguskór, heitt á brúsa og gott nesti fyrir káta krakka!

Lagt er af stað kl. 16:30 á einkabílum frá skrifstofu FÍ Mörkinni. Það má líka hitta okkur við uppgöngustað. Þá er keyrt austur Suðurlandsveg í átt að Hveragerði. Þegar nálgast er háheiðina eftir Hveradalsbrekkuna er beygt til hægri við gatnamót þar sem er mastur og vindmylla. Haldið áfram eftir malarvegi í suðausturátt, ca. 500 metra, þar til komið er að stóru plani með gömlum steyptum palli. Þar verður bílum lagt og gangan hefst.

Ferðin mun taka um 3-4 klst.

Fyrir félagsmenn FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta!


Dagskrá verkefnisins

Smellið á nöfn fjallanna fyrir nánari upplýsingar um hverja göngu.

 1. Selfjall. 9. maí.
 2. Keilir. 26. maí.
 3. Skálafell. 6. júní.
 4. Ásfjall. 15. ágúst.
 5. Vífilsfell. 29. ágúst.
 6. Móskarðshnúkar. 15. september.

   Pakkað fyrir dagsferð

   Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

   Göngufatnaður

   • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
   • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
   • Peysa úr ull eða flís
   • Göngubuxur / stuttbuxur

   Í dagpokanum

   • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
   • Áttaviti, landakort og GPS tæki
   • Smurt nesti fyrir daginn
   • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
   • Vatnsbrúsi
   • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
   • Göngustafir
   • Myndavél og kíkir
   • Sólgleraugu / skíðagleraugu
   • Sólarvörn og varasalvi
   • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
   • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
   • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
   • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
   • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir