Ferð: Gestir og gangandi

Suðvesturland
Gestir og gangandi
Welcome hikes in English
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Í þessum gönguferðum er áhersla lögð á að kynna náttúruna í kringum höfuðborgina fyrir nýjum Íslendingum.

Gengið er á láglendi en líka auðveld fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Hver ganga tekur 2-3 klst. og fararstjórn fer fram á ensku.

Gestir og gangandi er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Rauða kross Íslands. Að jafnaði eru fjórar til fimm göngur að vori og jafnmargar að hausti.

Hugmyndin er að blanda saman Íslendingum, gömlum og nýjum, í stuttum gönguferðum þar sem hópnum gefst kostur á að upplifa saman þá einföldu ánægju sem hafa má af útiveru.

Haustgöngur 2018 eru sem hér segir

 • 1. október. Valahnúkar
 • 8. október. Gálgahraun
 • 15. október. Hvaleyrarvatn
 • 22. október. Varmá

Þátttakendur safnast saman kl. 17 göngudagana við skrifstofur Rauða krossinn í Efstaleiti 9 þar sem bíllausir fá far hjá þeim sem hafa pláss.

Göngurnar eru ókeypis og allir eru velkomnir. Góðir skór, hlý föt, smá nesti og góða skapið er allt sem þarf.

.........

Wecome Hikes around Reykjavik.

Come and discover the beautiful nature around Reykjavík. Hike with a professional guide who speaks English and meet new people.

Each hike takes 2-3 hrs. Some are strolls on lowland, others up some hilltops around the city.

This is a cooperation project of Ferðafélag Íslands, the Iceland Touring Association, (FÍ) and the Icelandic Red Cross and normally there are 4 to 5 hikes in the spring and the same in the autumn.

The Autumn hikes in 2018 are the following

 • 1. October. Valahnúkar
 • 8. October. Gálgahraun
 • 15. October. Hvaleyrarvatn
 • 22. October. Varmá

Participants meet at 17 hrs on the day of the hike at the offices of the Red Cross, Efstaleiti 9 (near bus stop RÚV).

Wear good shoes and warm clothes (no jeans) and bring small backpack, a snack and something to drink.

Contact Sigrún or Olivia for more information: 772 4424 or olivia@redcross.is.

Fararstjórn

Róbert Marshall

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir