Ferð: Í fótspor Konrads Maurers

Vesturland
Í fótspor Konrads Maurers
Söguferð á slóðum Eglu og Sturlungu
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Haldið er á þær slóðir sem Konrad Maurer heimsótti í Íslandsheimsókn sinni og að þessu sinni er athyglinni beint að sögusviði Eglu og Sturlungu. 

Ekið að Borg á Mýrum þar sem prófasturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason tekur á móti hópnum og segir sögu staðarins.

Þaðan haldið að Hjarðarholti, kirkjan skoðuð og síðan að Háafelli þar sem geitarækt er stunduð.

um Hvítársíðu til Húsafells þar sem snæddur er hádegisverður.

Að honum loknum er haldið í Reykholt og svæðið skoðað undir leiðsögn séra Geirs Waages.

Þá verður haldið til kirkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og þaðan að Reynivöllum í Kjós.

Bjarki Bjarnason tekur á móti hópnum á síðasta áfangastað ferðarinnar sem er kirkjan að Mosfelli í Mosfellsdal, en þar lýkur líka ferðalýsingu Maurers úr ferð hans um Ísland árið 1858.

Fararstjórn

Sigurjón Pétursson og Jóhann Ólafsson

Innifalið
Rúta, hádegisverður, eftirmiðdagskaffi, ferðabæklingur og fararstjórn

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir