Ferð: Jarlhettuslóðir

Hálendið
Jarlhettuslóðir
Öræfakyrrð og marglit jökulvötn
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ekið er inn á Bláfellsháls og að Skálpanesi þar sem gangan hefst.

Gengið er með Jarlhettum um ósnortnar óbyggðir milli Jarlhettna og jökuls þar sem öræfakyrrðin ríkir og marglit jökulvötn liggja í leyni. Genginn er síðasti spölurinn vestan við Jarlhettur að skála FÍ við Hagavatn þar sem rútan bíður hópsins.

Á leiðinni geta þeir sem það vilja gengið á Stóru-Jarlhettu, 943 m.

Ýmist er gengið á grýttu landi eða auðum melum. Um 21 km.

Nauðsynlegt er að bera vatn með sér. Gott er að hafa vaðskó meðferðis. 

Fararstjórn

Ólafur Örn Haraldsson.

Innifalið
Rúta og fararstjórn.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir