Ferð: K2 með John Snorra

K2 með John Snorra
Ævintýraleg myndafrásögn fyrir alla krakka
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferðafélag barnanna býður fjallagarpinn John Snorri velkomin með ævintýralega myndasýningu um leiðangur sinn á eitt hættulegasta fjall jarðar, K2.

Hann segir frá því hversu kalt og erfitt það er að ganga á K2, af hverju fjallið er svona hættulegt og hvernig í ósköpunum hann þorði þessu!

Af hverju tekur margar vikur að labba á eitt fjall? Er nóg að vera í góðum ullarfötum og gönguskóm? Hvernig nesti var hann með? Af hverju þurfa háfjallagarpar að vera með súrefnisgrímur?

John Snorri svarar þessu öllu og líka því hvort hann sá yfir allan heiminn af tindinum.

Öll börn hjartanlega velkominn.


Smellið á bláa BÓKA FERÐ hnappinn uppi til hægri til að kaupa miða.
Einn miði gildir fyrir alla fjölskylduna, þ.e. foreldra og börn.