Ferð: Leggjarbrjótur

Suðvesturland
Leggjarbrjótur
Forn þjóðleið á milli Hvalfjarðar og Þingvalla
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gengin forn þjóðleið frá Svartagil í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjarbrjót og niður að Stórabotni í Botnsdal í Hvalfirði.

Þetta er hefðbundin þjóðhátíðarganga Ferðafélagsins á þessar slóðir sem nú er farin í sextánda skiptið. 5-6 klst.

Fararstjórn

Leifur Þorsteinsson og Steinunn Leifsdóttir

Innifalið
Rúta og fararstjórn

GPS punktar yfir Leggjarbrjót

Punktar um gönguleiðina yfir Leggjarbrjót frá Hvalfirði og yfir til Þingvalla, samkvæmt meðfylgjandi korti. 

1.   V21o 17´35.7“   N64 o23´06.2“

2.   V21o 17´13.7“   N64 o22´57.0“

3.   V21o 16´00.1“   N64 o22´40.5.“

4.   V21o 15´22,1“   N64 o22´05.4“

5.   V21o 15´15.0“   N64 o21´48.5“

6.   V21o 14´25.0“   N64 o21´18.7“

7.   V21o 13´08.0“   N64 o20´24.8“

8.   V21o 12´32.8“   N64 o19´06.4“

9.   V21o 09´02.4“   N64 o18´29.2“

10 .V21o 08´36.6“   N64 o18´12.8“

11 .V21o 06´28.2“   N64 o17´55.7“

12 . V21o05´20.5“   N64 o17´48.5“

13 . V21o05´19.0“   N64o 16´47.7“Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir