Ferð: Örganga í Hafnarfirði

Suðvesturland
Örganga í Hafnarfirði
Friðlýst hraun og gamlar minjar
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gengið um vestasta hluta Hafnarfjarðar sem er friðlýst svæði og kallast Hleinar.

Gengið um Víðistaðakvos þar sem áður fyrr var lýsisbræðslustöð, sláturhús, veðurathugnarstöð og fyrsti fótboltavöllur bæjarins. Síðan er hugað að fiskireitum sem voru í vesturjaðri Víðistaða. Gengið er yfir Hjallabraut að Sigurjónshæð þar sem gamlar garðhleðslur er enn uppistandandi. Farið er eftir gömlu upphlöðnu götunni sem lá annarsvegar að Gatkletti þar sem sundkennsla fór fram og hinsvegar að Langeyri og fiskverkunarhúsunum á Mölum.

Haunið á þessum slóðum er friðlýst og margar fagrar hraunmyndanir að sjá og frá mörgu að segja. Fjörukampnum er svo fylgt frá Rauðsnesi og Brúsastöðum að Skerseyri og síðan er gamli Garðaveginum fylgt til baka að bílum.


Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fararstjórn

Jónatan Garðarsson.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir