Ferð: Örganga í Hafnarfirði

Suðvesturland
Örganga í Hafnarfirði
Horfin minni í miðbænum
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Gengin er hringur. Sagt verður frá Hafnarfjarðarkirkju sem var reist á Sýslumannstúni og gengið að Læknum þar sem Jóhannes Reykdal hóf rafmagnsframleiðslu 1904. Síðan verður farið að samkomuhúsi Góðtemplarara sem var reist 1886 og Suðurgötu fylgt að gatnamótum Selvogsgötu, Suðurgötu og Illubrekku. Á þessari leið eru mörg merkileg hús frá ýmsu að segja.

Farið er upp á Hamar eins og byggðahverfið var kallað áður en götur í Hafnarfirði fengu nöfn. Þaðan er haldið að St. Jósepsspítala og Suðurgötu fylgt áfram í áttina að Flensborgarstíg sem liggur að Íshúsi Hafnarfjarðar og Flensborgarhöfn. Sagt verður frá Hamborgarkaupmönnum, dönskum einokunarkaupmönnum og Flensborgarmönnum sem versluðu á þessum stað fyrir nokkur hundruð árum. Jafnframt verður rætt um upphaf skólastarfs í Flensborgarhúsunum, fiskverkun, íshúsið, skipasmíðastöðina Dröfn og Skiphamar.

Staldrað verður við hjá næstelstu húsum bæjarins, Matthíasarhúsi sem var byggt 1841 og Gömlu búð sem var reist 1842.

Hringnum er lokað við íþróttahúsið við Strandgötu. 


Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fararstjórn

Jónatan Garðarsson.

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir