Skilmálar og reglur

Dagsferðir

Dagsferðir eru ferðir sem taka innan við sólarhring, venjulegast er lagt af stað að morgni og komið heim seinnipartinn. Þessar ferðir bókast og greiðast með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara og í síðasta lagi fyrir kl. 16, fimmtudaginn fyrir þær ferðir sem farnar eru á laugardegi eða sunnudegi, nema annað sé tekið fram í ferðalýsingu.

Lengri ferðir

Lengri ferðir taka tvo eða fleiri daga. Greiða þarf 15% staðfestingargjald í þessar ferðir við pöntun. Staðfestingargjaldið er aldrei endurgreitt. Fargjald þarf svo að greiða að fullu að minnsta kosti fimm vikum fyrir brottför. Ef greiðsla hefur ekki borist innan settra tímamarka má búast við að ferðin verði seld öðrum.

Afslættir

Börn og unglingar, 7-18, í fylgd forráðamanna, greiða hálft gjald í ferðir félagsins. Börn, 6 ára og yngri, ferðast ókeypis með forráðamönnum sínum.

Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá afslátt í allar ferðir félagsins. Afsláttur félagsmanna gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri í fylgd félagsmanns.

Afbókunarskilmálar

  • Afbókun innan 7 daga frá bókun og meira en 21 degi fyrir brottför: Ferð endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
  • Afbókun 20-8 dögum fyrir brottför: 50% fargjalds endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
  • Afbókun 7-4 dögum fyrir brottför: 25% fargjalds endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu.
  • Afbókun 3-0 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla.

Breytingar

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Tryggingar

Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.