Ferð: Snjóflóðanámskeið

Suðvesturland
Snjóflóðanámskeið
Lykilnámskeið í vetrarfjallamennsku
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Tveggja daga (eitt kvöld og einn dagur) snjóflóðanámskeið þar sem farið er yfir öll lykilatriði varðandi vetrarfjallamennsku í brattlendi.

Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta. Skoðað verður m.a. leiðaval, mat á snjóalögum og aðstæður sem hafa áhrif á snjóflóðahættu svo sem veðurfar til fjalla, vindátt, hitastig, nýfallinn snjór og fleira.

Jafnframt verður farið yfir nauðsynlegan öryggisbúnað fyrir ferðamenn þegar ferðast er um svæði þar sem hætta er á snjóflóðum.

Bóklega kennslan er 24. janúar kl. 18-21 í risi FÍ, Mörkinni 6, og verklegt 26. janúar kl. 11 í Bláfjöllum. 

Fararstjórn

Auður Kjartansdóttir.

Innifalið
Kennsla og verkleg æfing