Ferð: Umhverfisgöngur

Suðvesturland
Umhverfisgöngur
Fjórar skipulagðar umhverfisgöngur í nágrenni Reykjavíkur
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Umhverfisvika Ferðafélags Íslands 2019

Í tilefni af Umhverfisviku Ferðafélags Íslands 2019 býður ferðafélagið upp á fjórar skipulagðar umhverfisgöngur þar sem áhersla verður lögð á umhverfismál. Þátttakendum gefst tóm til að skoða umhverfið og umhverfismál frá sem flestum hliðum í hressandi útiveru og góðum félagsskap. Von okkar er sú að allir fari heim með aukna vitund um eigin umhverfisspor, rjóða vanga og bros á vör.

Ganga umhverfis Elliðaárdal 25. 4 kl. 11.
Setningarganga Umhverfisviku Ferðafélags Íslands.

Ganga umhverfis Helgafell í Hafnarfirði – 29.4. kl. 18
Grænn lífstíll í samstarfi við Grænar Ferðir

Ganga umhverfis Úlfarsfell – 30. apríl kl. 18
Drögum úr plastnotkun

Ganga umhverfis Elliðavatn 1. maí kl. 11
Minnkum kolefnisfótsporið

Þátttaka í umhverfisgöngum er ókeypis og allir velkomnir.
Við hvetjum alla til að sameinast í bíla.


Fararstjórn

Heiðrún Ólafsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Gróa MásdóttirÓlafur Sveinsson og Tryggvi Felixson

Leiðarlýsing

25. apríl kl. 11
Hittumst við Toppstöðina í Elliðaárdal og göngum umhverfis dalinn. Fararstjóri er Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands. Vakandi býður göngufólki upp á heita súpu í lok göngu. Vakandi eru samtök sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla. Áætlaður göngutími er 1 klukkustund.
Þátttakendur eru hvattir til að ganga eða hjóla í Elliðaárdalinn.

29.apríl kl. 18
Við hittumst við bílastæði hjá Kaldárseli og göngum af stað í átt að Helgafelli. Gangan er leidd af fararstjórum frá Grænum Ferðumum sem miðla til okkar góðum ráðum um umhverfisvæna ferðamennsku og grænan lífstíl.   
Áætlað er að gangan taki 1,5-2 tíma.

30.apríl kl. 18
Við söfnumst saman við bílastæðið Úlfarsárdals megin og höldum af stað.  Með okkur í för verður Hildur Hreinsdóttir frá Plastlausum september sem mun benda okkur á leiðir til að draga úr plastnotkun. 
Áætlað er að gangan taki um 2 tíma. 

1. maí kl. 11

Söfnumst saman við gamla Elliðavatnsbæinn og göngum af stað. Tryggvi Felixson fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands mun leiða gönguna og honum til fulltingis verður Halldór Þorgeirssn, formaður loftslagsráðs. Tryggvi hefur um fylgst vel með þróun loftslagsmála um árabil. Hann var í forsvari fyrir íslensku sendinefndina sem undirbjó Kyotosamninginn 1997, var framkvæmdastjóri Landverndar frá 1999 -2006 og starfaði hjá Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði við loftslagsmál frá 2006-2018. Halldór er líffræðingur að mennt og hefur unnið að loftslagsmálum rúma tvo áratugi fyrir Stjórnarráðið og Sameinuðu þjóðirnar þar sem hann vann m.a. að Parísarsamnignum. Eftir heimkomu sl. haust var honum falin formennska í Loftslagsráði. 

Áætlað er að gangan taki um 2 tíma.