Ferð: Upplifðu Kerlingarfjöll og Hveravelli

Suðurland
Upplifðu Kerlingarfjöll og Hveravelli
Eldri og heldri borgara ferð
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Hversu langt er síðan þú fórst Kjalveg, heimsóttir Kerlingarfjöll og Hveravelli og upplifðir töfra þessara sögufrægu svæða? Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir eldri og heldri borgara en allir eru velkomnir.

Töluverð uppbygging hefur átt sér stað á báðum þessum svæðum á undanförnum árum svo gaman er að sjá hvernig þarna er umhorfs núna og hvað hefur breyst. Einnig tilvalið fyrir þá sem aldrei hafa komið á þessa staði. Létt ganga fyrir þá sem það vilja en ferðin ræðst töluvert af veðri og vindum.

Harmonikka er með í för og sungið og sagðar sögur enda af nógu að taka. Ef tími vinnst til verður skálinn í Hvítárnesi heimsóttur og draugasögur honum tengdar rifjaðar upp. Aðalatriðið er að njóta lífsins og að eiga góða og skemmtilega stund saman.

Fararstjórn

Pétur Magnússon og Ingimar Einarsson.

Innifalið
Rúta, hádegismatur, kaffisopi og fararstjórn

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
 • Göngustafir
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Sólarvörn og varasalvi
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir