Fréttir

Bókakynning í Gunnnarshúsi, fimmtudaginn 10. október

Bókaútgáfan Skrudda ehf og Ferðafélag Íslands kynna þar tvö nýlega útkomin rit.

FÍ skólinn tekur til starfa

Ferðafélag Íslands hefur sett á laggirnar FÍ skólann. Hlutverk FÍ skólans er að halda utan um allt fræðslustarf félagsins, þar með talið allt námskeiðahald, kennslu, fræðslu og þjálfun, bæði sem snýr að fararstjórum, skálavörðum, starfsfólki og sjálfboðaliðum og eins fyrir félagsmenn og almenning allan.

FÍ og Hvammsvík taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því að efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós.  Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík.  Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn.  ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.

Framkvæmdir FÍ við endurbyggingu sæluhúss á Mosfellsheiði ganga vel

Ferðafélag Íslands hefur undanfarin misseri unnið að endurbyggingu á sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði. Það var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, það var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni og útidyr voru á langvegg.

Hraun og haustlitir í Búrfellsgjá á laugardag

Ef þú hefur áhuga á að njóta haustlitanna í einni aðgengilegustu eldstöðinni í nágrenni höfuðborgarinnar þá er tækifærið núna um helgina. Núna á laugardag, þann 28. september, stendur Háskóli Íslands nefnilega fyrir fróðleiksgöngu um Búrfellsgjá í samvinnu við Ferðafélag barnanna, anga innan Ferðafélags Íslands. Gangan er helguð fróðleik um fjölmargt sem ber fyrir augu.

Lokun skála á Laugaveginum


FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa á fjölförnum vinsælum gönguleiðum. Upplýsingaskilti hafa meðal annars verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi, sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum.

Öryggismál ferðafólks á fjöllum

Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar veður er vont á fjöllum. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustlægðir eru framundan er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.

Heilnæm útivist og fræðsla í samvinnu FÍ og Krabbameinsfélagsins

Síðastliðinn vetur hófst samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Krabbameinsfélagsins sem fólst í því að bjóða upp á reglulegar gönguferðir fyrir skjólstæðinga Krabbameinsfélagsins. Mikil ánæjga var með þetta verkefni og er því nú áfram haldið.

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.