Ferðaáætlun FÍ 2024 í vinnslu

Um þessar mundir er undirbúningur fyrir næsta ár í fullum gangi.
Ferðanefnd Ferðafélags Íslands vinnur nú að því að undirbúa og skipuleggja ferðaáætlun næsta sumars ásamt Heiðu Meldal ferðafulltrúa og skrifstofu FÍ.
 
Ferðanefndin lítur yfir farinn veg og skipuleggur síðan ferðir næsta sumars.
 
Þeir sem luma á góðum hugmyndum að ferðum, mega endilega senda okkur póst á fi@fi.is með hugmyndum sínum.
Verði hugmynd að ferð, lendir hún í potti sem dregið verður úr 1 des og fær viðkomandi þá frítt í ferðina fyrir tvo.