Fréttir

Með fróðleik í fararnesti

Með fróðleik í fararnesti er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands. Þá er gengið undir merkjum Ferðafélags barnanna og á forsendum barnanna þar sem lögð á er áhersla á að njóta, skoða, hafa gaman og eiga góða samverustund með fjölskyldunni. Þann 15. október nk. verður síðasta fróðleiksferð ársins þar sem jarðfræðingar og líffræðingar úr Háskóla Íslands leiða för um Búrfellsgjá í Heiðmörk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Örgöngur FÍ - Borgarganga úr Straumsvík

Ferðafélag Íslands hefur boðið upp á örgöngur undanfarin ár og hefur meðal annars verið gengið um Grafarholt, Breiðholt, Gróttu, Kópavog og Hafnarfjörð. Síðasta örganga ársins er nú framundan og ber nafnið Borgarganga úr Straumsvík og leiðir Jónatan Garðarsson för um Straumsvík, fer hjá tóftum Þýskubúðar, Jónsbúðar og Kolbeinskots að Óttarstöðum. Þátttaka í örgöngur FÍ er ókeypis og allir velkomnir.

Lokanir skála fyrir veturinn

Nú er farið að huga að lokunum skála fyrir veturinn. Búið er að taka vatn af skálum félagsins á Kili, Hvítárnesi og Þverbrekknamúla og vinna við lokanir skála að Fjallabaki hefst í þessari viku og halda þá skálaverðir til byggða. Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og Emstrum verður lokað um og eftir næstu helgi. Í Langadal verða skálaverðir til 10 október og í Landmannalaugum út október.

Nýtt kort FÍ af gossvæðinu

Ferðafélag Íslands gaf sl. vetur út nýtt endurbætt göngu- og örnefnakort af gossvæðinu í Geldingadölum. Kortið nýtst vel nú þegar gos er hafið að nýju, nú í Meradölum. Kortið var gefið á sex tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, frönsku, pólsku og kínversku. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt göngukort er gefið út á kínversku og pólsku. Kortið er hannað í anda gömlu dönsku herforingjakortanna og þar má finna helstu gönguleiðir við gosstöðvarnar, en einnig örnefni og forminjar eins og sel.

Skálaverðir í Hvítárnes og Hornbjargsvita

Búið er að opna Kjalveg og veginn inn í Landmannalaugar

Skálaverðir komnir í alla skála á Laugaveginum

Vegurinn inn í Landmannalaugar er þó enn lokaður

Árbækur í þúsundatali!

Allar árbækur hafa verið sendar frá okkur. Félagar sem greitt hafa árgjald 2022 eiga von á henni með póstinum á næstunni.

Sumargöngur FÍ og ON um Hengilssvæðið

Ferðafélag Íslands og Orka náttúrunnar bjóða öllum sem vilja í fjórar áhugaverðar göngur um Hengilssvæðið í sumar! Að sjálfsögðu er ókeypis í allar göngurnar

Árbók FÍ er í dreifingu til félagsmanna

Árbók FÍ 2022, UNDIR JÖKLI, frá Búðum að Ennisfjalli, er nú komin í dreifingu til þeirra félagsmanna sem hafa greitt árgjaldið. Ekki er því lengur hægt að sækja bókina á skrifstofu FÍ.

Raufarhöfn og nágrenni

Fimm daga bækistöðvarferð um Raufarhöfn og nágrenni dagana 19. – 23. júní. Nýjung hjá Ferðafélaginu Norðurslóð