Fréttir

Skálavörður í Langadal

Brúin komin á sinn stað

Þórsvegur og upplýsingaskilti að flóðgátt Flóaáveitunnar

Athöfn á laugardag kl. 11

Árbókin er komin út

Í bókinni er sjónum beint að ysta hluta Snæfellsness

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar hefst 4. maí

Gengið verður á fjögur fjöll þetta vorið, Búrfell í Heiðmörk, Reykjafell í Mosfellsbæ, Hatt og Hettu og Akrafjall.

Morgungöngur FÍ í næstu viku

Morgungöngur Ferðafélags Íslands standa yfir alla næstu viku. Þá er gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur kl. 06 að morgni. Fátt er betra en að mæta fersk til vinnu, með lungun full af fjallalofti. Morgungöngur FÍ eru ókeypis og allir, bæði konur og karlar, börn og eldri félagar velkomnir. Fjöllin sem gengið er á í morgungöngunum eru t.d. Helgafell, Úlfarsfell, Mosfell.

Fuglaskoðun um helgina

Tilvalin laugardagsskemmtun fyrir fjölskylduna

Fjölbreytt námskeið hjá FÍ

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða í vetur og vor þar sem markmiðið er að ferðafélagar og útivistarfólk geti bætt við þekkingu sína og færni þegar kemur að fjallamennsku og gönguferðum um landið. Á meðal námskeiða sem eru framundan eru: ferðast á gönguskíðum, snjóflóðanámskeið, vetrarfjallamennska, fjallaskíðanámskeið fyrir byrjendur, með allt á bakinu, ferðamennska og rötun, gps námskeið, skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum, vaðnámskeið / straumvötn.

Allt á kafi í Hrafntinnuskeri

Enginn skortur á snjó á svæðinu

Kolla komin aftur til starfa fyrir FÍ

Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður með meiru og umsjónarkona FÍ Kvennakrafts, er komin aftur til starfa sem verkefnastjóri vefmiðla hjá Ferðafélagi Íslands.

Skyndihjálp í óbyggðum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir þriggja kvölda námskeiði fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð áhersla á viðbrögð við slysum, veikindum og ýmsum aðstæðum sem geta mætt ferðafólki fjarri byggð. Verklegar æfingar og raunhæf verkefni. Farið yfir frásagnir af slysum og viðbrögð við óhöppum rædd. Námskeiðið endar á útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasað ferðafólk.