,,Það er alltaf hátíð hjá okkur í Ferðafélaginu þegar ferðaáætlun kemur út. Nú kemur hún út á starfrænu formi í annað sinn og er birt á heimasíðu félagisns og hefjast þá um leið bókanir í ferðir og verkefni, “ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar og varaforseti FÍ.,,Líkt og áður er ferðaáætlunin byggð upp á sígildum ferðum og nýjum í bland, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni, hreyfihópar, Ferðafélag barnanna og FÍ Ung. Það eiga allir að geta fundið ferðir við sitt hæfi,” segir Sigrún um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2022.