Fréttir

Skrifstofan lokuð í dag

Fimmtudaginn 31. mars.

Vetrarríki í Landmannalaugum

Allt á kafi en nægur gestagangur

Gestur Pétursson nýr í stjórn FÍ

Aðalfundur FÍ var haldinn 24 mars sl. Dagskrá fundarins var hefðbundin skv. lögum félagsins. Anna Dóra Sæþórsdótir forseti flutti skýrslu stórnar um árið sem leið, ársreikningur félagsins kynntur og samþykktur, farið í gegnum lagabreytingar og kosið í stjórn. Nýr stjórnarmaður er Gestur Pétursson fararstjóri sem setið hefur í ferðanefnd félagsins. Að lokum voru önnur mál á dagskrá þar sem rætt var um ýmis mál sem tengjast starfi félagsins.

Búnaður fyrir gönguferð að gossvæðinu i Geldingadölum

Göngu- og skoðunarferð að gossvæðinu í Geldingadölum getur tekið mislangan tíma, allt eftir því hvaða leið er farin, hversu lengi er stoppað, fjölda göngufólks og veðri. Ferðafélag Íslands hvetur alla sem hyggjast fara í skoðunarferð að gossvæðinu að huga vel að búnaði og veðri.

Útivistarkvöld Loftslagsleiðtogans

Verður haldið fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6.

Ljósmyndanámskeið

Félögum í FÍ býðst þátttaka í fjarnámskeiði í ljósmyndun undir handleiðslu Pálma Guðmundssonar

Skíðaferð í Landmannalaugar

Farið á gönguskíðum frá Sigöldu í Landmannalaugar með farangur og fjallaskíði á púlkum. Farið yfir grunnatriði í vetrarferðamennsku á skíðum. Leiðarval, tækni og öryggismál. Laugardagur nýttur til fjallaskíðunar á Landmannalaugasvæðinu þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í fjallaskíðamennsku í óbyggðum. Skíðað heim á sunnudegi og einn tindur fjallaskíðaður ef færi gefst. Kynning á Fjallabaki og möguleikum þess í útivist og vetrarferðalögum.

Frábær skráning í fjallaverkefni FÍ

Skráning í fjallaverkefnin er frábær og fjölmörg verkefni þegar fullbókuð: FÍ Alla leið - FÍ Göngur og gaman I - FÍ Þrautseigur - FÍ Léttfeti - FÍ Fótfrár - FÍ Fyrsta Skrefið - FÍ Kvennakraftur I - FÍ Landvættir - FÍ Fjallahlaup - FÍ Esjan öll - FÍ Rannsóknarfjelagið - FÍ Landkönnuðir - fullbókað er í öll þessi verkefni. Nokkur pláss eru laus í FÍ Göngur og gaman II - FÍ Hjóladeildina FÍ Kvennakraft II - FÍ Útiþrek og FÍ Eldri og heldri.

Kynningarfundir verkefna

Ferðafélag Íslands minnir á kynningarfundi FÍ fjalla- og hreyfiverkefna sem eru framundan. Fjallaverkefnin hafa fengið frábærar viðtökur og eru mörg hver þegar fullbókuð, en það er mikið úrval af FÍ fjallaverkefnum og enn hægt að finna laus pláss í nokkrum verkefnum.

Ferðaáætlun FÍ 2022 - nú er hátíð hjá okkur segir Sigrún Valbergs.

,,Það er alltaf hátíð hjá okkur í Ferðafélaginu þegar ferðaáætlun kemur út. Nú kemur hún út á starfrænu formi í annað sinn og er birt á heimasíðu félagisns og hefjast þá um leið bókanir í ferðir og verkefni, “ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar og varaforseti FÍ.,,Líkt og áður er ferðaáætlunin byggð upp á sígildum ferðum og nýjum í bland, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni, hreyfihópar, Ferðafélag barnanna og FÍ Ung. Það eiga allir að geta fundið ferðir við sitt hæfi,” segir Sigrún um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2022.