Fréttir

Frábær skráning í fjallaverkefni FÍ

Skráning í fjallaverkefnin er frábær og fjölmörg verkefni þegar fullbókuð: FÍ Alla leið - FÍ Göngur og gaman I - FÍ Þrautseigur - FÍ Léttfeti - FÍ Fótfrár - FÍ Fyrsta Skrefið - FÍ Kvennakraftur I - FÍ Landvættir - FÍ Fjallahlaup - FÍ Esjan öll - FÍ Rannsóknarfjelagið - FÍ Landkönnuðir - fullbókað er í öll þessi verkefni. Nokkur pláss eru laus í FÍ Göngur og gaman II - FÍ Hjóladeildina FÍ Kvennakraft II - FÍ Útiþrek og FÍ Eldri og heldri.

Kynningarfundir verkefna

Ferðafélag Íslands minnir á kynningarfundi FÍ fjalla- og hreyfiverkefna sem eru framundan. Fjallaverkefnin hafa fengið frábærar viðtökur og eru mörg hver þegar fullbókuð, en það er mikið úrval af FÍ fjallaverkefnum og enn hægt að finna laus pláss í nokkrum verkefnum.

Ferðaáætlun FÍ 2022 - nú er hátíð hjá okkur segir Sigrún Valbergs.

,,Það er alltaf hátíð hjá okkur í Ferðafélaginu þegar ferðaáætlun kemur út. Nú kemur hún út á starfrænu formi í annað sinn og er birt á heimasíðu félagisns og hefjast þá um leið bókanir í ferðir og verkefni, “ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar og varaforseti FÍ.,,Líkt og áður er ferðaáætlunin byggð upp á sígildum ferðum og nýjum í bland, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir, lýðheilsuverkefni, fjallaverkefni, hreyfihópar, Ferðafélag barnanna og FÍ Ung. Það eiga allir að geta fundið ferðir við sitt hæfi,” segir Sigrún um nýútkomna Ferðaáætlun FÍ 2022.

Jólagjöfin í ár - fjallaverkefni FÍ

Bestu jólagjafir sem hægt er að gefa er vinátta, samvera, kærleikur, góður félagsskapur og góð heilsa. Með þátttöku í fjalla- og hreyfiverkefnum Ferðafélags Íslands má sameina allar þessar góðu gjafir í einn pakka. Gefðu sjálfum þér svona góða gjöf, maka þínum eða besta vini og þú verður þakklátur og glaður allt næsta ár. Ferðaáætlun FÍ 2022 hefur fengið frábærar viðtökur og þegar hafa hátt í 1000 þátttakendur skráð sig í ferðir og verkefni næsta árs.

Ferðaáætlun FÍ 2022 í umhverfisvænni netútgáfu

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2022 fer í loftið á morgun 2. desember. Um leið verður hægt að skrá sig í ferðir og fjallaverkefni á heimasíðu FÍ. Ferðaáætlunin er gefin út á rafrænu formi og eiga allir aðgang að henni hér á heimasíðunni undir ferðir. Einnig má finna ferðaáætlunina á heimasíðunni, umbrotna í flettiforriti, ríkulega skreytta með fallegum myndum

Náttúra Íslands í blíðu og stríðu

Náttúra Íslands er um margt einstök og landslagið fjölbreytt og óvenjulegt. Ástæður þess eru einkum sérstakt samspil jökla og eldvirkni enda er landið eitt það eldvirkasta á Jörðinni. Sérstaða landsins stafar einnig af því að hér er strjálbýlt og að á stórum hluta landsins hefur aldrei verið varanleg búseta. Það á ekki síst við um miðhálendið þar sem mannvirki eru bæði fá og dreifð og er þar að finna mestu víðerni landsins. Þrátt fyrir að náttúran sé hrikaleg, villt og óhamin þá skapar hún stóran og skemmtilegan leikvöll sem sífellt fleiri landsmenn nota til útivistar og erlendir ferðamenn ferðast langar leiðir til að upplifa og skoða.

Jólahlaup FÍ - hlaupum af krafti

Í kringum Reynisvatn 3.- 4. desember.

Aðventu- og brosgöngur FÍ

Í minningu John Snorra Sigurjónssonar stendur Ferðafélag Íslands fyrir aðventu- og brosgöngum 1. - 24. desember. John Snorri var þekktur fyrir sitt jákvæða hugarfar, léttu lund og breiða bros. Aðventan getur verið mikil álagstími og því er mikilvægt að gleyma ekki að huga að heilsunni, nýta birtuna og fara út að hreyfa sig með fjölskyldu og vinum.

Styttist í ferðaáætlun FÍ 2022

Nú styttist í að ferðaáætlun FÍ 2022 birtist á heimasíðu félagsins í allri sinni dýrð. Ferðaáætlunin er stútfull af brakandi ferskum ferðum þar sem allir eiga finna eitthvað við sitt hæfi; fjallaskíðaferðir og námskeið, sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, ferðir með Ferðafélagi barnanna, FÍ Ung, samstarfsferðir með HÍ og Landvernd og þannig mætti lengi telja. Stefnt er að því að ferðaáætlun FÍ birtist á heimasíðunni 2 desember nk og verður þá um leið hægt að skrá sig í ferðir á heimasíðunni.

Myndakvöld - Snæfellsnes og Björn Rúriksson

Fyrsta myndakvöld vetrarins verður haldið miðvikudaginn 27.október kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Björn Rúríksson rithöfundur, ljósmyndari og flugmaður fjallar um Snæfellsnes og náttúru landshlutans.