Fréttir

Árbók FÍ 2021 um Laugaveginn í prentun

Ferðafé­lag Íslands gaf út sína fyrstu ár­bók árið 1928. Árbók­in hef­ur síðan komið út ár­lega í ólit­inni röð og er ein­stæður bóka­flokk­ur um land og nátt­úru. Hver bók fjall­ar venju­lega um til­tekið af­markað svæði á land­inu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafn­vel þriðja sinn. Árbæk­urn­ar eru því í raun al­tæk Íslands­lýs­ing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupp­lýs­ing­ar ásamt því að veita inn­sýn í sögu og þjóðleg­an fróðleik.

Vetrarfjallamennska - öryggisreglur

Ferðafélag Íslands hefur unnið áhættumat fyrir vetrarfjallamennsku. Góður undirbúningur, réttur búnaður, ferðaáætlun, varaplan, ferðast í hóp eru á meðal mikilvægra atriða sem þarf að hafa í huga þegar ferðast er til fjalla að vetrarlagi.

Nýtt tölublað af Úti

Nýtt tölublað af útivistartímaritinu Úti er komið í búðir

Öræfajökul að vori

Fjöl­marg­ir ganga á hæstu tinda Öræfa­jök­uls á vor­dög­um. Al­geng­ast er að ganga á jök­ul­inn í maí þegar dag­arn­ir eru lang­ir og bjart­ir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprung­um. Jökla­göng­ur á hæstu tinda Öræfa­jök­uls geta tekið 12-15 klst. og því er mik­il­vægt að vera í góðu lík­am­legu formi og með all­an rétt­an búnað til ferðar­inn­ar.

Ferðir, skálar og verkefni FÍ eftir nýjar sóttvarnarreglur

Vegna breytinga á sóttvarnarreglum og hertra samkomutakmarkanna sem tóku gildi á miðnætti breytir Ferðafélag Íslands starfsemi sinni sem hér segir. Allir skálar félagsins eru lokaðir til 15. apríl. Öllum námskeiðum,t.d. gps námskeiðum og vetrarfjallanámskeiðum er frestað og öllum almennum ferðum er frestað eða aflýst nema hægt sé að tryggja 9 + 1.

Allir út að hreyfa sig

Rannsóknir sýna að hreyfing hefur mikil og góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Flest öll finnum við hvað það gerir okkur gott að fara út og hreyfa okkur. Það er manneskjum eðlislægt að vera úti og njóta útivistar, anda að sér fersku lofti. Með reglulegri útivist bætum við líkamlegt form og aukum andlega vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur er mjög mikilvægur. Hringja í vin, vera í hóp og fá stuðning frá öðrum getur gert gæfumuninn fyrir suma til að fara út og hreyfa sig.

Aðalfundi FÍ frestað

Aðalfundi Ferðafélags Íslands sem vera átti í mars er frestað vegna sóttvarnarreglna og fjöldatakmarkana í samkomuhaldi. Fundurinn verður auglýstur með lögbundnum fyrirvara um leið slakað verður á sóttvarnarreglum. Stjórn FÍ.

Töfrar Mosfellsheiðarleiða

Mosfellsheiði er víðlent heiðarflæmi á suðvesturhorni landsins. Má með nokkurri einföldun segja að Þingvallavegur og Suðurlandsvegur rammi heiðina inn að norðan- og sunnanverðu, hún nái að íbúðarbyggð í Mosfellsbæ að vestanverðu og langleiðina að Þingvallavatni í austri. Heiðin er innan lögsögumarka sex sveitarfélaga. Þau eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Ölfus og Kópavogsbær.

Esjan í allri sinni dýrð

Esjan er bæjarfjall Reykjavíkur og blasir við borgarbúum handan Kollafjarðar. Á undanförnum árum hefur Esjan orðið einn vinsælasti útivistarstaður borgarbúa og nú stunda tugþúsundir fjallgöngur og útivist i fjallinu á hverju ári.

Fleiri konur í jöklafararstjórn hjá FÍ

Nú nýlega luku nokkrir FÍ fararstjórar námskeiði sem heitir jöklar 1 og gefur réttindi til að leiða hópa í jöklagöngu. Það var sérstaklega ánægjulegt að þetta voru allt saman konur og bætast þær nú í hóp jöklafararstjóra félagsins.