Háfjallakvöld í Háskólabíó - 27 nóvember kl. 20
14.11.2023
Mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20 – 22 býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse Lothse.
Fyrir hlé mun Ólöf Sívertsen, forseti FÍ, segja frá ferðaáætlun félagsins á næsta ári og nýjum áherslum en síðan heldur Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fyrirlestur um nýlegar göngur sínar á hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, en einnig í grunnbúðir Everest og í síðasta mánuði á brattan tind Imje Tse (Island Peak) í Nepal.