Skýrsla stjórnar FI 2023
20.04.2024
Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu sjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær í sal félagsins Mörkinni 6.
Útgáfa Ferðaáætlunar markar ávallt upphafið að nýju starfsári félagsins. Ferðaáætlun 2023 kom út í byrjun desember 2022 og birtist með stafrænum hætti á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins. Lögð er aukin áhersla á stafræna útgáfu og var ferðaáætlunin því eingöngu gefin út í netútgáfu. Slíkt hefur margvíslega kosti, bæði m.t.t. umhverfisverndar og rekstrar. Að auki gefur stafræn útgáfa möguleika á meiri sveigjanleika, t.d. með nýjum ferðum með styttri fyrirvara. Viðtökur hafa verið afar góðar við þessum áherslubreytingum. Langflest félagsfólk nýtir sér tæknina og skoðar áætlunina á netinu. Ferðaáætlunin var þó einnig aðgengileg til niðurhals í prentvænni útgáfu á heimsíðunni fyrir þá sem vildu prenta hana og eiga heima.