Öryggismál ferðafólks á fjöllum
02.10.2023
Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar veður er vont á fjöllum. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustlægðir eru framundan er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.