Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn standa fyrir fjölskyldugöngu á Úlfarsfell þann 18 mai nk. kl. 18.00. Um er að ræða skemmtigöngu þar sem Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna mæta og syngja og skemmta fólki á Hákinn, sléttunni undir hæsta hluta fjallsins . Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson er heiðursgestur í göngunni.