Starfsmaður

Hávar Sigurjónsson

Hávar Sigurjónsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 898 3999

Hávar er leikritahöfundur og stundaði nám í leikhúsfræðum í Englandi. Hann hefur starfað við leikstjórn, blaðamennsku og ritstörf en samhliða því komið víða við í útvist, íþróttum og áhugamálum. Má þar nefna veiðar af ýmsu tagi, hestamennsku og veiðihundaþjálfun, ljósmyndun, hlaup og hjólreiðar utan vega sem innan og göngur um fjallendi og heiðalönd, aðallega norðan Holtavörðuheiðar og vestan Eyjafjarðar.

Hávar er útskrifaður í gönguleiðsögn frá Leiðsöguskóla MK og hefur einnig lokið WFR námskeiði um fyrstu hjálp í óbyggðum auk nokkurra annarra námskeiða sem geta komið sér vel jafnt á fjöllum sem heima fyrir.

Ómissandi í bakpokann

Þrjú Snickers!

Uppáhalds leiksvæði

Skagaheiðin með sínum fjölmörgu silungsveiðivötnum.