Starfsmaður

Leifur Þorsteinsson

Leifur Þorsteinsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 823 2066

Leifur er fæddur með áhuga á gönguferðum á fjöll, gekk leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur fyrst 1970. Leifur hefur verið virkur meðlimur í Ferðafélagi Íslands (FÍ) frá 1975, að sex árum undanskildum þegar hann var erlendis við nám. Hann hefur verið farastjóri í ferðum FÍ í nánast öllum landshlutum. Hann er sjálfmenntaður leiðsögumaður með næma tilfinningu fyrir íslenskri náttúru og sögu lands og þjóðar sem hann hefur mikla ánægju af að miðla öðrum.

Leifur hefur skrifað tvo bæklinga sem FÍ hefur gefið út: Laugavegurinn, Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur og Gönguleiðin upp úr botni Hvalfjarðar.

Leifur er menntaður líffræðingur með frumulíffræði og ónæmisfræði sem sérgrein (PhD). Frá 1982-1997 starfaði Leifur við Blóðbankann og síðan aftur 2002-2013. Þar á milli vann hann hjá Íslenskri erfðagereiningu.

Ómissandi í bakpokann

Góðir sokkar og vettlingar, orkuríkt nesti, GPS tæki og sjúkrakassi.

Uppáhalds leiksvæði

Stafafellsfjöll eru í mestu uppáhaldi.