Starfsmaður

Sigrún Sæmundsen

Sigrún Sæmundsen

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 822 1404

Sigrún er alin upp í Reykjavík, nánar tiltekið í Vogahverfinu, en elur nú manninn í miðborginni. Hún hefur stundað útivist frá unga aldri, er svo lánsöm að eiga foreldra sem drógu þau systkinin í útilegur út um allar trissur á sumrin og hafa þessar ferðir kynt undir áhuga hennar á undrum landsins, hvort sem þau eru í miðnætursólinni eða undir snjóteppi.

Það er ekki eingöngu fjallamennska sem heillar Sigrúnu en hún hefur stundað hestamennsku síðan hún var 9 ára og hefur ferðast um landið þvert og endilangt á hestbaki, sem og spreytt sig á keppnisvellinum. Hún heldur hesta í bænum og er það uppáhaldsafþreyingin í frítímanum.

Sigrún er grafískur hönnuður að mennt og hefur sinnt því starfi síðan hún útskrifaðist úr LHÍ vorið 2011 en hefur nú á síðustu árum verið að færa sig út fyrir skrifstofuna til að spreyta sig í ferðatengdu starfi. Hún útskrifaðist sem gönguleiðsögumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi vorið 2018 og er með gilt skírteini í Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR).

Ómissandi í bakpokann

Auka orkustykki til að hafa í leynihólfi og sólgleraugu.

Uppáhalds leiksvæði

Heiðmörkin í nágrenni byggðar, Löngufjörur á hestbaki og Vestfirðirnir á gönguskónum.