Starfsmaður

Valdimar Harðarson Steffensen

Valdimar Harðarson Steffensen

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 694 9890

Valdimar, eða Valdi, hefur verið haldinn ólæknandi útivistarfíkn frá því hann var unglingur. Auk þess að hafa þvælst um allt land gangandi, á jeppum, á skíðum, á hjóli, á kayak, niður ár á gúmmíbátum, klifrað ís og kletta og verið félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi í 25 ár hefur hann líka þvælst út fyrir landsteinana til að gera það sama.

Frá 1996 hefur Valdi unnið, ýmist í hlutastarfi eða fullu starfi, sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn, á kayak, gangandi, gúmmíbátum, vélsleðum ... Já, já, já, þetta sama og áðan :)

Valdi er með MSc gráðu í Architecture & Design og starfar nú á arkitektastofunni Arkþing.

Ómissandi í bakpokann

NAMMI, jú og landakort og áttaviti.

Uppáhalds leiksvæði

Að sumri til er það Breiðafjörðurinn á kayak. Að vetri til er það Öræfajökull á fjallaskíðum og Tröllaskagi og Snæfellsjökull og ...