Árbók FÍ – Mosfellsheiði, landslag, leiðir og saga

Árbók FÍ um Mosfellsheiði hefur verið afar vel tekið og þegar hafa yfir 4.500 félagsmenn greitt árgjald félagsins og fjölmargir sótt árbókina á skrifstofu FÍ.
Ferðafélag Íslands þakkar öllum þeim sem sótt hafa bókina á skrifstofu.  Frá og með deginum í dag, miðvikudegi 8. maí verður bókin send heim til allra þeirra sem greitt hafa árgjaldið en ekki sótt bókina á skrifstofuna.  Gera má ráð fyrir að bókin geti orðið nokkra daga í sendingu.  Með bestu kveðju, Ferðafélag Íslands.