Dýrmætasta jólagjöfin?

Það getur reynst flókið að finna jólagjafir handa sínum nánustu, hvað þá fyrir stjórnendur fyrirtækja að velja eitthvað fyrir starfsfólkið sitt enda eiga sumir næstum allt og erfitt að festa fingur á hvað fólk gæti vantað. 

Ekkert dýrmætara en heilsan

Eitt er þó gott að eiga nóg af og það er góð heilsa. Það er löngu sannað að það eykur bæði líkamlega og andlega heilsu fólks að bregða sér út í náttúruna fyrir utan að það skapar minningar sem lifa oft lengur en annað. Það skemmir heldur ekki fyrir að gjöf á hreyfingu í náttúrinni er líka mjög væn fyrir umhverfið því hún skilur eftir sig minna kolefnisspor en flest það sem hægt er að kaupa í búðum.

Gjafabréf Ferðafélags Íslands

Við bendum því bæði einstaklingum og fyrirtækjum á þá frábæru jólagjöf sem gjafabréf FÍ er en það má nota bæði í ferðir á vegum FÍ og í hvers kyns hreyfiverkefni sem félagið býður upp á og hefja göngu sína á nýju ári.

Fyrir smærri pantanir má panta gjafabréfin á vefsíðu FÍ en fyrir stærri pantanir  má koma við hjá okkur í Mörkinni 6 eða senda okkur póst á fi@fi.i

Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að vera í sambandi við okkur.