Ég tek fyrsta skrefið

Fyrsta skrefið er stærsta skrefið og leiðir þátttakendur til betri lífsstíls.
Fyrsta skrefið er stærsta skrefið og leiðir þátttakendur til betri lífsstíls.

FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Næsta skrefið eru marghliða heilsuátaksverkefni sem byggist á reglubundnum göngum á þægileg fjöll. Verkefnið er ætlað þeim sem vilja koma sér af stað eftir hlé eða hefja heilsurækt á fjöllum.

Gengið er á mismunandi fjöll einu sinni í viku, alltaf um helgar. Alla miðvikudaga eru svo ýmist göngur á Úlfarsfell, sjósund undir handleiðslu leiðbeinanda, dans eða hjólreiðar. Farið er á hraða sem hentar hópnum og þrek fólks er smám saman byggt upp.

FÍ Fyrsta skrefið starfar að vori frá janúar til maí, alls 35 viðburðir og lokaverkefni hópsins er ganga á Snæfellsjökul. FÍ Næsta skrefið er sjálfstætt framhald, starfar frá september til áramóta. Greitt er sérstaklega fyrir hvort verkefni fyrir sig.

Umsjón: Reynir Traustason, Ólafur Sveinsson og Guðrún Gunnsteinsdóttir.
Danskennari er Anna Claessen. Heiðrún Hauksdóttir og Sigrún Þ. Geirsdóttir kenna sjósund.

Kynningarfundur FÍ Fyrsta skrefið: Fimmtudagur 2. janúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 73.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið. Skráning.

Dagskrá FÍ Fyrsta skrefið 2020

Hvenær Klukkan Hvað Hvar
2. jan 20:00 Kynningarfundur  Sal FÍ, Mörkinni 6
8. jan 18:00 Ganga Úlfarsfell. Draugaþema/Leynigestur
11. jan 10:00 Ganga Helgarfell í Mosfellsbæ
15. jan 18:00 Ganga Úlfarsfell. Draugaþema
18. jan 18:00 Ganga Skjól og skógur. Esjan
22. jan 18:00 Ganga Úlfarsfell. Draugaþema
25. jan  9:00 Ganga Hryllingsþema 
29. jan 18:00 Dans Sal FÍ
2. feb  9:00 Ganga Húsfell í Garðabæ
5. feb 18:00 Dans Sal FÍ
9. feb  9:00 Ganga Mosfell
12. feb 18:00 Ganga Úlfarsfell. Hryllingsþema
16. feb  9:00 Ganga Helgarfell í Hafnarfirði
19. feb 18:00 Dans Sal FÍ
23. feb  9:00 Ganga Æsustaðafjall/Reykjafell
26. feb 18:00 Dans Sal FÍ 
29. feb  9:00 Ganga Vífilstaðavatn, Gunnhildur, Heiðmörk 
4. mar 17:00 Hjól/sjósund Nauthólsvík
7. mar  9:00 Ganga Fiskidalsfjall/Húsafell
11. mar 17:00 Hjól/sjósund Nauthólsvík 
14. mar  9:00 Ganga Stóra-Kongsfell,- Broddaganga
18. mar 17:00 Hjól/sjósund Nauthólsvík 
21. mar  9:00 Ganga Eldvörpin
25. mar 17:00 Hjól/sjósund Nauthólsvík 
28. mar  9:00 Ganga Trölladyngja/Lambafellsgjá
1. apr 18:00 Ganga Úlfarsfell. leynigestur 
5. apr  8:00 Ganga  Hafnarfjall, Gildalshnúkur, Geirabakarí
8. apr 18:00 Ganga Úlfarsfell
15. apr 18:00 Ganga Úlfarsfell
19. apr 8:00 Ganga Glymur (Hvalfell)
22. apr 18:00 Ganga Úlfarsfell
26. apr  8:00 Ganga Hengill. Kýrdalshryggur
29. apr 18:00 Ganga Úlfarsfell
3. maí  8:00 Ganga Móskarðashnúkar
6. maí 18:00 Ganga Úlfarsfell. Hattaganga
9. maí   6:00 Ganga Snæfellsjökull *


* Rúta sem greiðist aukalega og jöklabúnaður nauðsynlegur
Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Fyrsta skrefið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni í allt að 12 mánuði. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.