Elliðaárdalur útivistarsvæði

Það eru víða frábær útivistarsvæði í höfuðborginni og nágrenni
Það eru víða frábær útivistarsvæði í höfuðborginni og nágrenni

Elliðaárdalur útivistarsvæði

Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru almenn þverpólitísk/ópólitísk félagasamtök,sem nú með samþykki Reykjavíkurborgar hafa hafið söfnun undirskrifta, rafrænt, í því skyni að fá nægilega margar undirskriftir til þess að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um deiliskipulag Elliðaárdals, meðal kosningabærra Reykvíkinga. Hægt að skrifa undir hér: https://listar.island.is/Stydjum/56

Höfuðborgarsvæðið býr yfir mörgum góðum útivistarsvæðum sem vefja sig inn í byggðina og umhverfis hana og setja mark sitt á yfirbragð borgarinnar. Vel útfærð útfærð útivistarsvæði auka lífsgæði, hvetja til útivistar og stuðla að bættri lýðheilsu. Rannsóknir sýnir að útivist hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks. Ósnortin náttúra, gróður og græn útivistarsvæði áhrif á heilsu borgana bæði andlega og líkamlega.

Vaxandi áhugi er meðal almennings á útivist og aðgengileg útivistarsvæði eru mikil verðmæti fyrir samfélagið. Reykjavíkurborg og sveitarfélög um land allt hafa víða gert vel í uppbyggingu útivistarsvæða.

Útivistarsvæði borgarinnar njóta vinsælda meðal íbúa. Nýleg könnun þar sem spurt er um heimsóknir á valin svæði sýnir að Laugardalurinn er mest sótta útivistarsvæðið. Elliðaárdalur og Öskjuhlíð koma fast á hæla Laugardalsins sem og Tjörnin, Nauthólsvík og Heiðmörk. Fólk nýtir sér einnig Klambratrún og Fossvogsdalinn til útiveru og tómstunda.

Í starfi Ferðafélags Íslands, meðal annars í lýðheilsuverkefnum félagsins sem tugþúsundir hafa tekið þátt í á undanförnum árum hefur félagið nýtt sér aðgengileg útivistarsvæði í höfðuborginni og nágrenni.
Ferðafélag Íslands hvetur borgarstjórn til að standa vörð um útivistarsvæði borgarinnar, ekki síst þau náttúrulegu, þrengja ekki að þeim með byggingum og öðrum mannvirkjum og halda áfram að styrkja þau og efla, samfélaginu til heilla.