Ferðaáætlun FÍ 2019 komin á heimasíðuna

Fjöldi spennandi sumarleyfisferða eru á dagskrá ferðaáætlunar FÍ 2019
Fjöldi spennandi sumarleyfisferða eru á dagskrá ferðaáætlunar FÍ 2019

Ferðaáætlun FÍ 2019 er nú komin til birtingar hér á heimasíðunni og hægt að bóka í ferðir.   Prentuðu eintaki ferðaáætlunar FÍ 2019 er dreift til félagsmanna í byrjun janúar.  Ferðaáætlunin er stútfull af spennandi ferðum af öllum stærðum og gerðum.  Sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, fjallaskíðaferðir, fjölmörg fjalla- og hreyfiverkefni, áætlun Ferðafélags barnanna og FÍ Ung. Nú dugar ekki að raða í sig konfekti og belgja sig út af jólasteikum með sósum og tilheyrandi.  Bóka strax í ferðir og drífa sig út að ganga -)