Ferðakynning 10. mars

Lónsöræfi.
Lónsöræfi.

Þá eru ferðkynningar FÍ að hefjast. Sú fyrsta í röðinni verður þriðjudaginn 10. mars í risi FÍ, Mörkinni 6. Kynningin hefst kl. 20:00 og tekur um það bil eina klukkustund.

Eftirtaldar ferðir verða kynntar þetta kvöld:

Jógaferð í Lónsöræfi, 2.-5. júlí.
Fararstjórn: Edith Ólafía Gunnarsdóttir, Gróa Másdóttir og Jón Bragason.
Skoða ferð nánar

Skriður og skörð í Fjallabyggð, 16.-19. júlí.
Fararstjórn: Björn Z. Ásgrímsson.
Skoða ferð nánar

Barðaströnd og hreppur, 18.-21. júní.
Fararstjórn: Elva Björg Einarsdóttir.
Skoða ferð nánar

Eyðibyggðir Arnarfjarðar, 17.-19. júlí.
Fararstjórn: Bragi Hannibalsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir.
Skoða ferð nánar

Þetta er góð leið til að fá nánari upplýsingar um ferðirnar, hitta fararstjóra og mögulega ferðfélaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins.

Viðburður á Facebook