Fjallaverkefni FÍ 2021 í sölu

Þátttakendur í FÍ Alla leið á Hrútsfjallstindum sl. vor. 
 ( Ljósmyndir: Hermann Þór Snorrason )
Þátttakendur í FÍ Alla leið á Hrútsfjallstindum sl. vor.
( Ljósmyndir: Hermann Þór Snorrason )

Fjallaverkefni FÍ 2021 eru komin í sölu. Hægt er að bóka í fjallaverkefnin á hér á heimasíðu FÍ undir Ferðir / fjalla- og hreyfiverkefni og eða hringja eða senda á póst á skrifstofuna í síma 568 - 2533 eða fi@fi.is. FÍ Alla leið, FÍ léttfeti, fótfrár og þrautseigur, FÍ Göngur og gaman, FÍ Fyrsta skrefið, FÍ Göngur og jóga, FÍ Hjól og fjall, FÍ Fjallatindar og þannig mætti lengi telja. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Árið 2021 verður frábært ár til að ganga á fjöll.