Fjallaverkefni og hreyfihópar fara af stað haustið 2018

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjalla- og hreyfihópum sem allir eiga það sammerkt að vera lokaðir hópar sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Meginmarkmið þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.

Í dag eru eftirtöld fjallaverkefni komin í skráningu:

FÍ Alla leið - kynning 22. ágúst kl 20:00, í risi FÍ Mörkinni 6.

Fjallaverkefnið FÍ Alla leið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.

Haustið 2018 samanstendur verkefnið af alls nítján fjallgöngum, sjö kvöldgöngum á mánudögum og átta dagsferðum um helgar. Að auki eru þrekæfingar alla þriðjudaga kl. 17:45 í Öskjuhlíð eða í Himnastiganum í Kópavogi.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.

Nánari upplýsingar og skráning


FÍ Næsta skrefið - kynning 30. ágúst kl. 20:00, í risi FÍ Mörkinni 6.

Heilsurækt á fjöllum.
Eitt fjall á viku plús Úlfarsfell á fimmtudögum. Sjálfstætt framhald eftir Fyrsta skrefið.

Umsjónarmenn verkefnisins eru: Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson.

Nánari upplýsingar og skráning