Gestir og gangandi í náttúrunni

Ferðafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða upp á fjórar göngur í oktober, í og við Reykjavík þar sem nýir Íslendingar eru boðnir velkomnir og þeim sýnd náttúran í kringum höfuðborgina.

Þessar göngur hafa hlotið nafnið Gestir og gangandi og er hugmyndin er að blanda saman Íslendingum, gömlum og nýjum, í stuttum gönguferðum þar sem hópnum gefst kostur á að upplifa saman þá einföldu ánægju sem hafa má af útiveru.

Þetta er annað árið sem þetta samstarfsverkefni FÍ og Rauða krossins stendur yfir en að jafnaði er boðið upp á fjórar til fimm göngur að vori og fjórar til fimm á haustdögum.

Þátttakendur safnast saman kl. 17 göngudagana við skrifstofur Rauða krossinn í Efstaleiti 9 þar sem bíllausir fá far hjá þeim sem hafa pláss.

Til að fá frekari upplýsingar um göngurnar hafið samband við Sigrúnu eða Hannah í síma 772 4424 eða sigrunerla@redcoss.is

Göngurnar eru ókeypis og allir eru velkomnir. Góðir skór, hlý föt, smá nesti og góða skapið er allt sem þarf.

Göngurnar verða sem hér segir:

  • 1. oktober. Valahnúkar
  • 8. oktober. Gálgahraun
  • 15. oktober. Hafravatn
  • 22. oktober. Hvaleyrarvatn