Hrafntinnusker - vinnuferð í vetrarveðri

Tólf manna vinnu­hóp­ur á veg­um Ferðafé­lags Íslands fór í vinnu- og frá­gangs­ferð í Hrafntinnu­sker um helg­ina.  Farið var með efni og aðföng á fimm jepp­um og tveim­ur vöru­bíl­um með krana. Einnig voru grafa og haugsuga með í för. Mun fleiri komu að und­ir­bún­ingi ferðar­inn­ar með margs kon­ar efn­isút­veg­un og snún­ing­um.

Fram­an af var veðrið ágætt en síðasta dag­inn kafsnjóaði, en ferðin stóð yfir frá fimmtu­degi til sunnu­dags. Eft­ir nokk­urn barn­ing tókst þó að koma öll­um bíl­um og búnaði heil­um heim.  Skál­inn í Hrafntinnu­skeri er í um 1.100 metra hæð.

Þrær voru tæmd­ar og seyra urðuð sam­kvæmt sam­komu­lagi við sér­fræðinga Um­hverf­is­stofn­un­ar, að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmdastjóra FÍ. Papp­ír bindi og rusl var flokkað frá og flutt til byggða til förg­un­ar. Teng­ing­ar að hita­spíral voru end­ur­nýjaðar eft­ir bráðabirgðaviðgerð í vor. Hlífðar­káp­ur sett­ar yfir rör og teng­ing­ar og mokað yfir. Efni í nýja og end­ur­bætta vatns­veitu var flutt á staðinn og einnig var geymslu­hús flutt þangað og komið fyr­ir, en þar er raf­magn og lýs­ing. Eldra skjól­hús á tjaldsvæði var tekið og flutt í burtu en þakið á því var brotið og gegndi það því illa hlut­verki sínu. Unnið var að ýms­um viðgerðum og lag­fær­ing­um á hús­um og búnaði og öllu rusli var safnað sam­an og flutt til förg­un­ar.