Ingólfsskáli málaður

Hópur vaskra félagsmanna í Ferðafélagi Skagfirðinga  hélt upp að Hofsjökli  helgina 17. – 19. ágúst í vinnuferð.  Aðalmarkmið ferðarinnar var að mála Ingólfsskála.  Undanfarin ár hefur verið borin tjara á skálann en það hefur ekki gefist vel. Nú var breytt til og veggir olíubornir.  Skálinn var málaður að utan þrjár umferðir.  Valinn var grænn litur í stíl við skála Ferðafélags Íslands.