Kilimanjaro og Meru

Íslenskir fjalla- leiðsögumenn bjóða upp á ferð á hæsta fjall  Afríku - Kilimanjaro í febrúar. Þar verður ekki einungis tekist á við Kilimanjaro (5895) heldur verður einnig gengið á Merufjall (4566), sem er ekki síður tilkomumikið.  Í hlíðum Merufjalls er stórbrotið útsýni á Kilimanjaro auk þess sést til ýmissa villtra dýra. Reynslan hefur sýnt að ganga á Merufjall er góður undirbúningur fyrir Kilimanjaro ekki síst með tilliti til hæðaraðlögunar. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á https://www.fjallaleidsogumenn.is/utanlandsferdir/kilimanjaro-og-merufjall/