Lýðheilsugöngur FÍ 18. september

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða vítt og breytt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Göngur sem eru í boði í dag 18. september eru:

 

Reykjavík
Úlfarsfell kl 18. – brottför frá skógræktinni við Vesturlandsveg

Kópavogur
Íþróttaleikar félagsmiðstöðva í Kópavogi
Frá 16:00 verða íþróttaleikar félagsmiðstöðvana. Keppt verður í 100 metra hlaupi og í  400 metra boðhlaupi. Klukkan 17 í Smáraskóla hefst skákmót, körfuboltamót og borðtennismót félagsmiðstöðvanna. Allir velkomnir.
Klukkan 17 verður ræst í Smárahringinn sem er liður í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands og eru allir velkomnir. Hlaupið verður 2.5 km hringur sem hefst og endar á lóð Smáraskóla og leiðir hlaupara í gegnum Kópavogsdalinn. Hlaupaleiðin verður vel merkt.
Mæting: 16:00 Kópavogsvöllur á íþróttaleikana og 17:00 Smáraskóli í lýðheilsuhlaup

Hafnarfjörður
Jónatan Garðarsson leiðir göngu upp Arnarfellið í Krýsuvík. Gengið verður frá Krýsuvíkurkirkju kl.18.

Garðabær
SAGA
Mæting: Bílastæði við Kasthústjörn á Álftanesi
Ganga í samvinnu við SÍBS, Vesen og vergang og Wapp leiðsöguappið.
Einar Skúlason leiðir göngu meðfram sjávarsíðunni og umhverfis Bessastaðatjörn á Álftanesi.

Akureyri
Mæting er við húsnæði FFA við Strandgötu 23 þar sem safnast verður saman í bíla. Bílum verður lagt á bílastæðinu á Gleráreyrum þar sem Bakaríið við brúna er til húsa. Gengið verður upp með Glerá, um svæðið á Sólborg, yfir haga og óræktað land suðaustan við Glerá upp á göngubrú á Glerá. Síðan er gengið niður með Glerá að norðan og aftur á bílastæðið. Stoppað verður nokkrum sinnum á leiðinni og sagt frá Glerárvirkjun, SÍS verksmiðjunum, gróðri og fleiru sem fyrir augu ber á leiðinni. Þetta er um 4,5 km langur hringur.
Fararstjóri Ingvar Teitsson.
 
 Egilsstaðir
 Gengið við Urriðavatn frá Þverhólagerði að Vök.
 Mæting við Tjarnarás 8, Egilsstöðum. Umsjón: Jón Steinar Benjamínsson.
 
 Kópasker
 Mæting við skólahúsið kl. 18:00. Umsjón: Sigríður Kjartansdóttir
 Farið í fjöru. Háfjara kl. 19:37

 Á Raufarhöfn
 Farið frá ráðhúsinu kl. 18:00. Umsjón: Halldóra Gunnarsdóttir
 Gengið um Ásinn og meðfram sjónum heim.

 Á Þórshöfn
 Farið frá íþróttahúsinu kl. 20. Umsjón: Elfa Benediktsdóttir og Guðmundur Björnsson.
 Óvissuferð

 Skútustaðahreppur
 Gengið í kringum Stakhólstjörn með nokkrum hliðarsnúningum og vel varðveittum leyndarmálum. Umsjón: Þorlákur Páll Jónsson.

Hveragerði
Gengið upp á og yfir Hamarinn og um skógræktina.

Rangárþing ytra
Göngurnar eru fyrir alla fjölskylduna og eru á miðvikudögum kl. 18:00.
Gengið frá Miðjunni með Ytri-Rangá að Ægissíðufossi.
Göngustjóri: Erna Sigurðardóttir

Austur-Skaftafell
Hrafn leiðir göngu, lagt af stað frá tjaldsvæði á Höfn kl.18

Selfoss
Ferðafélagi Árnesinga leiðir göngurnar, sem hefjast kl. 18:00 við FSU ( Fjölbrautarskóla Suðurlands). Þar er sameinast í bíla og keyrt á upphafsstað göngu.
 Hellisskógur við Selfoss

VÍk Í Mýrdal
Brottför kl. 18 frá Víkurskóla

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur
Smalaganga með Ásgeiri bónda á Innri-Múla. Fé verður rekið úr Hagafitinni þennan dag og ætti að taka um 120mínútur. Lagt verður af stað frá Innri-Múla klukkan 17:00.

Snæfellsbær
Seljadalur
Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45
Um að gera að safnast saman í bíla
Fararstjóri:  Árni Guðjón Aðalsteinsson

Akranes
Rætur Akrafjalls og Reynisrétt. Gangan hefst kl. 18:00 og verður gengið frá bílastæðinu við Akrafjall til suðurs með fjallinu og inn að Reynisrétt og til baka. Á leiðinni verða örnefni svæðisins skoðuð og saga fjallsins hvort sem hún tengist ísaldarjöklinum, útilegumönnum eða frekum tröllskessum. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna og tekur hún um 1½ klukkustund. Gönguna leiðir Eydís Líndal.

LIFUM OG NJÓTUM!

Nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni fi.is/lydheilsa