Síðustu Lýðheilsugöngur FÍ haustið 2018 í dag 26. september - komdu með út að ganga!

Síðustu lýðheilsugöngurnar fara fram miðvikudaginn 26. september kl. 18:00 um land allt. Þeim hefur verið býsna vel tekið og eru göngugarparnir taldir í þúsundum. Á þessum síðasta göngudegi verður m.a. boðið upp á göngu um Bessastaði og Skansinn í Garðabæ, gljúfrið við Giljá á vegum Blönduóssbæjar, gengið verður frá Skjálftasetrinu á Kópaskeri, farið um gömlu Eyjafjarðarbrýrnar að austanverðu og gengið upp gömlu Kambana.

 
Einnig er vert minnast á göngu að Ægissíðufossi í Rangárþingi ytra, þjóðsögur af svæðinu í kringum Garðskagavita á Suðurnesjum, Systravörður á Tálknafirði, Hjarðarbólsá á Snæfellsnesi og stjörnugöngu við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði.
 
Nánari upplýsingar um þessar og allar hinar spennandi göngurnar má finna á heimasíðu Ferðafélags Íslands www.fi.is/lydheilsa.  Þátttaka þín er ávinningur allra – lifum og njótum!