Starfsmaður

Bára Mjöll Þórðardóttir

Bára Mjöll Þórðardóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 66 99 299

Bára Mjöll elskar allt sem snýr að útivist og hreyfingu. Fjallabröltið hennar byrjaði ekki af alvöru fyrr en árið 2012 þegar hún skráði sig í 52 fjalla prógrammið hjá Ferðafélaginu og þar með upphófst eitt allsherjar ævintýri.

Bára Mjöll labbar mikið á fjöll og er Helgafell í Hafnarfirði það fjall sem hún hefur gengið á hvað oftast en auk þess er hefur hún gaman að utanvegahlaupum og skíðamennsku. Bára Mjöll hefur ferðast vítt og breytt um Ísland en einnig hefur hún gengið í Nepal, meðal annars í grunnbúðir Annapurna og langleiðina í grunnbúðir Everest.

Bára Mjöll er viðskiptafræðingur að mennt og hefur einnig lokið námi í verðbréfaviðskiptum. Hún starfar sem framkvæmdastjóri í íþrótta- og útivistarverslun.

Ómissandi í bakpokann:
Vatnsflaska og sjúkrataska.

Uppáhalds leiksvæði:
Þórsmörk hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér ásamt hálendi Íslands. Einnig finnst mér alltaf jafn gaman að leika mér í kringum Helgafell í Hafnarfirði.