Fararstjóri

Dalla Ólafsdóttir

Dalla Ólafsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 863 2475

Dalla kynntist útivist og ferðamennsku fyrir tæpum tuttugu árum síðan þegar hún batt trúss sitt við gamalreyndan björgunarsveitarmann. Hún kolféll  jafnframt fyrir íslenskri náttúru og finnst hvergi betra að eyða frítíma sínum en á íslenskum fjöllum og sveit með fjölskyldu sinni.

Fátt finnst Döllu skemmtilegra en að sjá ævintýralandið Ísland með augum barnanna. Norðaustur hálendið er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en Þórsmerkurferðir eru ómissandi jafnt að sumri sem vetri. 

Dalla er lögfræðingur að mennt en ákvað að venda kvæði sínu í kross, leggur nú stund á kennaranám og stefnir á að kenna í grunnskólum. Auk þess hefur hún haft gaman að ýmiss konar félagsmálastússi.

Í frítíma sínum hleypur Dalla m.a. í kringum Elliðavatn og hefur nýlega tekið upp á því að synda reglulega í vatninu á sumrin. Dalla tók þátt í Landvættaverkefni FÍ árið 2017. 

Ómissandi í bakpokann

Orkumikið og nokkuð óhollt göngunammi og sólarvörn fyrir freknurnar.

Uppáhalds leiksvæði

Allar heitar laugar, Heiðmörkin í hversdeginum og Herðubreiðarlindir á sumrin.