Starfsmaður

Dögg Ármannsdóttir

Dögg Ármannsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 6988788

Dögg er fædd og uppalin í Reykjavík og elskar að búa í 101. Hún hefur ferðast vítt og breytt um heiminn ásamt því að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi, Suður Afríku og Angóla. Íslensku víðerni, skemmtilega fólkið og “frábæra veðrið” hafa samt alltaf kallað hana til baka. Bakgrunnur Daggar er í viðskiptum og hefur hún mest af sínum starfsferli starfað við sölu og markaðsstörf en leiddist út í leiðsögn árið 2014 og þá var ekki aftur snúið. Hún komst að því að það var mun skemmtilegra að fara út að ganga um landið okkar yndislega með ferðamenn en að sitja við tölvuna. Hún hefur nánast unnið eingöngu við leiðsögn síðan 2014 og útskrifaðist sem leiðsögukona frá HÍ 2018, er með meirapróf og hefur einnig tekið árlega ýmis sérhæfð skyndihjálparnámskeið á vegum Landsbjargar. Dögg er mikil skíðakona, hjólari, elskar útivist og er alltaf til í ný ævintýri

Ómissandi í bakpokann

Gott trail mix stútfullt af orku, vatn og auka vettlingar

Uppáhalds leiksvæði

„Með skemmtilegu fólki eru öll svæði best!