Starfsmaður

Eyrún Viktorsdóttir

Eyrún Viktorsdóttir

Fararstjóri

Starfsheiti

Eyrún er Hafnfirðingur sem snemma varð fyrir áhrifum Helgafellsins og töfrum Heiðmerkur. Maríuhellar voru algjört ævintýri – og eru enn. Alvöru útikrakki sem aldrei var hægt að kalla inn í mat – og er enn. Á háskólaárunum hreiðraði fjallabakterían síðan hressilega um sig og þá var ekki aftur snúið. Áhuginn á fjöllum og fjallamennsku skilaði Eyrúnu inn í Alla leið hóp FÍ árið 2019 og þá fóru hlutirnir að gerast fyrir alvöru og stefnan strax sett á að gerast leiðsögumaður.

Það eru ekki aðeins fjallgöngur sem eiga hug hennar allan heldur einnig jöklar, ísklifur, splitboard og fjallahjól. Að prófa nýja hluti, vera undir berum himni, njóta náttúrunnar og öllum hennar skapsveiflum er það sem skiptir máli og veitir ánægju.

Eyrún er með nýliðaþjálfun frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, en einnig starfar hún með Skagfirðingasveit þar sem hún hefur verið búsett í Skagafirði síðasta árið en nú komin aftur í jaðar Heiðmerkur. Ásamt námskeiðum úr nýliðaþjálfun FBSR hefur Eyrún lokið AIMG jökla 1.

Undir derhúfunni, buffinu og sólgleraugunum leynist lögfræðingur en Eyrún er með BA og meistaragráðu í lögfræði og hefur einnig réttindi til jafnlaunavottunar.

Ómissandi í bakpokann:

Áttaviti & gifflar vanillubollur

Uppáhalds leiksvæði:

Hin heilögu H: Hengillinn og Hálendið