Starfsmaður

Guðmundur S. Ingimarsson

Guðmundur S. Ingimarsson

Fararstjóri

Starfsheiti

Guðmundur er alinn upp að mestu í Kópavogi en hjartað slær að mestu í Reykhólasveit. Hann er menntaður Landfræðingur frá HÍ og hefur starfað bæði slitið og óslitið við leiðsögn frá árinu 2007. Ferillinn hófst hjá FÍ en útivistaráhuginn kviknaði í björgunarsveitastörfum þegar hann var 17 vetra gamall á Selfossi. Fjallamennska og skíðamennska hefur verið stærsti parturinn af lífi hans ásamt köfun, klifri, sjókayakmennsku og öðru sem hönd á festir í útivist.

Ómissandi í bakpokann:

Flatkökur með hangiketi og dúnúlpan

Uppáhalds leikskvæði:

Hornstrandir