Starfsmaður

Heiðrún Ólafsdóttir

Heiðrún Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

Starfsheiti
5682533

Heiðrún, sem aldrei er kölluð Heiða, hefur lengi skottast um fjöll og firnindi. Hún ólst upp í Reykjavík en varði öllum sumrum æskunnar hjá ömmu og afa undir jöklunum í Austur Skaftafellssýslu.  Heiðrún unir sér best á fjöllum og ekki þykir henni leiðinlegra ef þarf að ditta að einhverju, mála eða almennt að taka til hendinni. 

Heiðrún er skáld og þýðandi og er menntuð í hugvísindum, ritlist og framhaldsskólakennslu í Danmörku og á Íslandi. 

Heiðrún hóf störf hjá Ferðafélagi Íslands sem skálavörður á fjallabaki árið 2017. Á vormánuðum 2019 hóf hún störf á skrifstofunni auk þess sem hún aðstoðar við fararstjórn eftir þörfum.

Ómissandi í bakpokann
Súkkulaði og íþróttateip

Uppáhalds leiksvæði
Þórsmörk og Hellisheiðin