Starfsmaður

Helga Garðarsdóttir

Helga Garðarsdóttir

Þjónustufulltrúi

Starfsheiti
568 2533

Helga Garðarsdóttir hefur starfað hjá Ferðafélagi Íslands yfir tvö tímabil. Fyrst á árunum 1985 til 1991 og aftur frá árinu 2003 og er enn að störfum.

Meðfram starfi sínu á skrifstofu FÍ hefur Helga verið skálavörður í hinum ýmsu skálum félagsins, þó aðallega í Landmannalaugum. Hún hefur einnig tekið að sér fararstjórn, bæði fyrir FÍ en líka önnur fararstjóraverkefni og farið í þó nokkrar ferðir, bæði lengir og styttri.

Fyrir utan störf sín hjá Ferðafélaginu starfaði Helga í sex sumur sem leiðsögumaður með enska ferðamenn sem aðallega gengu frá Snæfelli í Lónsöræfi. Einnig hefur hún verið landvörður á hinum ýmsum friðlöndum, þó aðallega í Lónsöræfum.

Ómissandi í bakpokann

Vatn og fjallafóður.

Uppáhalds leiksvæði

Óbyggðirnar kalla en Þórsmörk er í uppáhaldi.