Starfsmaður

Hermann Gunnar Jónsson

Hermann Gunnar Jónsson

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 865 1599

Hermann er Bárðdælingur og segir uppvöxtur sveitarstráksins nokkuð til um gerð hans og áhugasvið. Uppeldi við snúninga og hlaup í kringum skepnur hafa fært honum áhuga á útiveru í óspilltri náttúru. Alla tíð var hestamennskan stóra áhugamálið en síðan 2007 hafa fjöllin sótt verulega á og skipað stærri og stærri sess á kostnað hestanna.

Hermann er búfræðingur frá Hólum, húsasmiður frá VMA og starfar sem sjómaður. Hann starfaði eitt sumar sem landvörður í Fjörðum og stofnaði og stóð fyrir fjögurra daga trússferðum í Fjörður og Látraströnd til átta ára ásamt tveimur félögum sínum.

Hermann er með gilt skírteini í Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR). Hann skrifaði bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi sem kom út vorið 2016 en þar segir frá ferðum hans á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi auk gönguleiðalýsinga á svæðinu. Hermann hefur mest verið einfari til fjalla og lítillega átt við fararstjórn.

Ómissandi í bakpokann

Myndavél, kraftmikil næring og heilsukakó.

Uppáhalds leiksvæði

Fjöllin í Fjörðum.