Starfsmaður

Jóhann Aron Traustason

Jóhann Aron Traustason

Fararstjóri

Starfsheiti
employeesEmployeeMobile 868 6070

Jóhann Aron er fæddur og uppalinn í Reykjavík og ólst upp í Breiðholti en getur rakið ættir sínar til Færeyja og vestur í Reykhólasveit.

Hann lauk námi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1991 á Markaðs- og viðskiptafræðibraut. Hann hefur starfað við eitt og annað á lífsleiðinni en starfar nú á Bifreiðarverkstæði BL.

Jóhann Aron hefur starfað í Björgunarsveit í um 20 ár og hefur sótt fjölda námskeiða um björgun ásamt öðrum tilfallandi námskeiðum á lífsleiðinni. Hann hef starfað með Ferðafélagi Íslands í nokkur ár, ásamt því að taka þátt í verkefnum á vegum Ferðafélgs Íslands.

Ferðalög og ljósmyndun eru helstu áhugamál Jóhanns Aronar ásamt því að vernda náttúruna og koma í veg fyrir skemmdir og átroðning á landinu okkar.

Ómissandi í bakpokann

Gott súkkulaði og góða skapið.

Uppáhalds leiksvæðið

Landmannalaugar, Þórsmörk, Tindfjöll og Úlfarsfell.