- Ferðir
- Skálar
- Verkefni
- Gönguleiðir
- Deildir
- Fróðleikur
- Vefverslun
- Vefverslun
- FÍ
Rekstrarstjóri skála
Jóhann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og á ættir að rekja meðal annars til Akureyrar og Fljótanna í Skagafirði. Jóhann lauk námi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2015 og stundar nú Rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.
Jóhann smitaðist ungur af fjallabakteríu foreldra sinna og hans helstu æskuminningar tengjast útivist og fjallamennsku.
Sumarið 2012 hóf Jóhann störf hjá FÍ sem skálavörður og fyrstu tvö sumrin var hann staðsettur í Landmannalaugum en færði sig svo um set upp í Hrafntinnuskeri þar sem honum líður best.
Vorið 2017 var Jóhann, ásamt tveimur öðrum, valinn í ungmennaráð Ferðafélags unga fólksins sem hefur haldið uppi fjölbreyttri dagskrá meðal annars gönguferðum, hellaskoðun og sjósundi.
Nammipoki í þyngri kantinum.
Torfajökulssvæðið og þá sérstaklega Grænihryggur.